Brautskráning nemenda

Ritstjórn Fréttir

45  nemendur voru brautskráðir frá Grunnskólanum í Borgarnesi þann 3. júní við hátíðlega athöfn í  Hjálmakletti. Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri stýrði athöfninni og brautskráði nemendur ásamt Kristínu Maríu Valgarðsdóttur deildarstjóra. Hafdís Brynja Guðmundsdóttir flutti ávarp fyrir hönd foreldra, Valborg Elva Bragadóttir fyrir hönd nemenda og umsjónarkennarar 10. bekkjar Amelía Christine Gunnarsdóttir og Haraldur Már Stefánsson töluðu af hálfu kennara. Dagbjört Rós Jónasdóttir og Julia Caril Lu Adlawan, útskriftarnemendur, sungu fyrir viðstadda.

Viðurkenningar fyrir námsárangur og félagsstörf hlutu Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir, Aníta Björk Ontiveros, Atli Freyr Ólafsson, Ágúst Davíð Steinarsson, Guðrún Alda Ólafsdóttir, Helgi Samúelsson, Kolfinna Dís Kristjánsdóttir, Sara Sól Guðmundsdóttir og Valborg Elva Bragadóttir.