Bréf almannavarnadeildar til nemenda og forráðamanna

Ritstjórn Fréttir

Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna. Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent bréf til nemenda og forráðamanna. Þar er fólk hvatt til að fylgjast vel með tilmælum landlæknis og upplýsingum um skilgreind hættusvæði. Mælst er til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi. Fólk er beðið um að hafa eftirfarandi grundvallaratriði í huga: Þvo sér oft og vel um hendurnar með vatni og sápu og nota handspritt. Hósta og hnerra í handarkrika, olnboga eða bréf en hvorki í hendur né út í loftið. Forðast að snerta andlit með höndunum, forðast faðmlög, kossa og knús og náin samskipti við þá sem eru veikir.

Bréf almannavarna