Stjórnendur hafa ákveðið í samráði við sveitarstjóra og formann fræðslunefndar að heimila grunnskólunum að færa dagskrána sem átti að vera mánudaginn 20. desember til föstudagsins 17. desember.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir að nemendur verði í sóttkví yfir jólin ef upp kemur smit í skólanum.
Litlu jólin áttu að vera 20. desember sem er skertur dagur og mæting nemenda í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þessar tvær klukkustundir færast þá til og bætast við fimmtudaginn 16. desember. Lenging þessa dags kann að stangast á við íþróttaæfingar eða aðrar tómstundir en það er mat stjórnenda að mikilvægara sé að takamarka líkur á hugsanlegri sóttkví á aðfangadagskvöld og sýnatöku á jóladag.
Skólabílar munu fara kl. 16:00 fimmtudaginn 16. desember.
Nemendur sem eru í Frístund fara þá í Frístund kl. 15:10. Þeir nemendur á yngsta stigi sem taka sveitaskólabíla þurfa að bíða í skólanum til kl. 16:00 – þeir verða á bókasafninu eða hugsanlega í Frístundinni.
Skipulagið verður þá svona í næstu viku:
1.-4. bekkur:
Fimmtudagur 16. desember; skóladagur til kl. 15:10.
Allir aðrir dagar hefðbundnir og stofujól í bekkjum á skólatíma föstudaginn 17. desember.
5.-10. bekkur:
Fimmtudagur 16. desember, skóladagur til kl.16:00
Allir aðrir dagar hefðbundnir og stofujól í bekkjum á skólatíma eftir hádegi föstudaginn 17. desember