Foreldraviðtöl verða þriðjudaginn 6. október næstkomandi. Í ljósi aðstæðna hefur formaður skólastjórafélagsins hvatt til þess að viðtölin fari fram gegnum fjarfundabúnað eða í síma til að draga úr smithættu. Skólastjórnendur hafa ákveðið að fara að þessum tilmælum. Umsjónarkennarar munu hafa samband við foreldra og forráðamenn nemenda á næstu dögum varðandi fyrirkomulag viðtalanna.