Brúarsmíði

Ritstjórn Fréttir

Meðal verkefna sem voru til sýnis á opnum degi var brúarsmíði 8. bekkjar. Nemendur spreyttu sig á brúarsmíði á haustönn undir leiðsögn Önnu Sigríðar Guðbrandsdóttur myndmenntakennara. Í upphafi fengu þeir kynningu á brúm og tilurð þeirra víðsvegar um heiminn. Markmið verkefnisins voru m.a. að þróa og kynnast mismunandi aðferðum við sköpun og að prófa sig áfram við notkun fjölbreyttra miðla; að kynnast hönnun með vísun í nærumhverfi og samtíma, að þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum allt frá hugmynd til lokaafurðar og að taka þátt í samvinnu með sameiginleg markmið hópsins að leiðarljósi. Nemendur þurftu að yfirvinna ýmsar hindranir, t.d. að hugsa um brýrnar frá fagurfræðilegum sem og byggingarfræðilegum sjónarmiðum.