Dagskrá jólaútvarpsins

Ritstjórn Fréttir

Hér má sjá dagskrá jólaútvarps nemendafélagsins sem send verður út dagana 7. – 11. desember næstkomandi.  Dagskráin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg en auk nemenda grunnskólans spreyta nemendur í Laugagerðisskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar sig á þáttagerð. Fjölmargir aðilar hafa styrkt dagskrárgerðina með því að kaupa auglýsingar en þær eru að vanda unnar af nemendum og oftar en ekki bráðskemmtilegar. Hápunktur jólaútvarpsins verður væntanlega hinn sívinsæli þáttur Bæjarmálin í beinni sem útvarpað verður þann 11. Þá fá nemendur til sín góða gesti til þess að ræða bæjarmálin og landsins gagn og nauðsynjar.

Dagskrá-Jólaútvarps 2020 3. des