Dagskrá jólaútvarpsins

Ritstjórn Fréttir

Útsendingar jólaútvarps Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verða dagana 9. – 13. desember og standa frá klukkan 10:00 – 23:00. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg. Fyrri hluta dags verða útvarpsþættir yngri nemenda fluttir en síðdegis og á kvöldin flytja eldri nemendur sína þætti í beinni útsendingu. Vinna við jólaútvarpið fellur undir kennslu í íslensku og upplýsingatækni í skólanum. Formaður nemendafélagsins, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir, gegnir stöðu útvarpsstjóra.

Fréttastofa jólaútvarpsins sér um daglegar fréttir og hápunktur þeirra er að vanda þátturinn Bæjarmálin í beinni sem sendur verður í loftið föstudaginn  13. des. kl. 13:00. Þá koma góðir gestir úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningarlífinu og frá sveitarfélaginu og spjalla við fréttamenn.

Útsendingar jólaútvarpsins eru á fm 101.3 en einnig má hlusta á jólaútvarpið á netinu á slóðinni www.spilarinn.is

Dagskrá-Jólaútvarps 2019 5.12 2019