Dagur barnabókarinnar og uppáhaldsbækur starfsfólks

Ritstjórn Fréttir

Dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur 2. apríl á fæðingardegi danska rithöfundarins H.C. Andersen. Af þessu tilefni ný íslensk smásaga frumflutt árlega í öllum grunnskólum landsins. IBBY samtökin á Íslandi skipuleggja þennan viðburð. IBBY er skammstöfun á enska heitinu The International Board on Books for Young People en það eru alþjóðleg samtök sem hafa að markmiði að stuðla að eflingu barnabókmennta. Gera má ráð fyrir að rúmlega 40.000 grunnskólanemar á Íslandi muni hlýða á eða lesa söguna sem að þessu sinni ber heitið Stjarnan í Óríon og er eftir Hildi Knútsdóttur. Tilgangurinn er að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins. Höfundur smásögunnar flutti hana í útvarpinu á Rás 1 þann 30. mars.
Á bókasafninu í skólanum hefur verið sett upp sýning á uppáhalds barna- og unglingabókum starfsfólks. Sýnishorn af þeim má sjá á meðfylgjandi myndum.