Dagur íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Um árabil hafa nemendur 4. bekkjar farið í heimsókn á leikskólana í Borgarnesi og lesið fyrir börnin þar í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Þar sem hátíðina ber upp á laugardag að þessu sinni var lesið í dag. Nemendur fóru í tveimur hópum á leikskólana Ugluklett og Klettaborg. Þeir höfðu undirbúið sig vel og æft lesturinn í skólanum. Að sögn umsjónarkennara 4. bekkjar, Örnu Einarsdóttur og Sæbjargar Kristmannsdóttur gekk lesturinn ljómandi vel og allir höfðu bæði gagn og gaman af.