Dagur íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Á degi íslenskrar tungu var lögð sérstök áhersla á lestur hér í skólanum. Vinabekkir hittust og lesið var í hverjum krók og kima. Þá fóru nemendur 4. bekkjar í heimsókn í leikskólana og lásu fyrir börnin þar. Gríðarlegur erill var á bókasafninu og ævintýri og sögur ruku út í tugatali. Dagurinn var líka notaður til undirbúnings og þáttagerðar fyrir jólaútvarpið. Þessi vinna hefst nú fyrr en undanfarin ár en það helgast af því að kennarar eru á leið í námsferð til Boston í næstu viku og í framhaldi af því tekur við vetrarfrí. Að sjálfsögðu er lögð áhersla á vandaðan upplestur og góða meðferð tungumálsins í jólaútvarpinu.

Hér má sjá myndir af einbeittum lesurum og áhugasömum hlustendum.