Díana Dóra verður fulltrúi Vesturlands á Samfés

Ritstjórn Fréttir

Söngvakeppni SamVest fór fram nýlega í sal Tónlistarskólans á Akranesi. Þar voru valdir tveir fulltrúar Vesturlands til að taka þátt í Samfés söngvakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni þann 21. mars næstkomandi. Fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi í keppninni voru þær Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir, Edda María Jónsdóttir og Signý María Völundardóttir. Skemmst er frá því að segja að Díana Dóra verður fulltrúi Vestlendinga á Samfés ásamt Ninju Sigmundsdóttur frá Akranesi. Lagið sem Díana Dóra flytur í keppninni heitir Dance Monkey og er eftir áströlsku tónlistarkonuna Toni Watson sem gengur undir listamannsnafninu Tones and I. Dance Monkey kom út í maí 2019 og hefur notið gífurlegra vinsælda og unnið til verðlauna víða um heim.  Bein útsetning verður á RÚV frá keppninni í Laugardagshöll.