Ég á bara eitt líf

Ritstjórn Fréttir

Forvarnafyrirlestrar á vegum minningarsjóðs Einars Darra verða haldnir í vikunni. Á þriðjudag verður fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans og foreldra. Fyrirlesturinn verður haldinn í 10. bekkjar stofunni og hefst kl. 20:00. Á miðvikudaginn kl. 8:30 verður fyrirlestur fyrir 9. og 10. bekk í 10. bekkjar stofu og kl. 9:30 fyrir 7. og 8. bekk í Mjólkursamlaginu.

Með því að veita foreldrum og starfsfólki tækifæri til að hlýða á erindið áður en nemendur fá fræðsluna er stuðlað að því að hinir fullorðnu séu reiðubúnir til að halda umræðunni áfram með börnunum og aðstoða þau eftir því sem við á.

Systur Einars Darra þær Andrea Ýr Arnarsdóttir, nemi í heilbrigðisvísindum og Aníta Rún Óskarsdóttir annast fræðsluna ásamt Báru Tómasdóttur móður Einars Darra og Kristjáni Erni Björgvinssyni vini hans.