Eldbarnið

Ritstjórn Fréttir

img_0638

Þann 21. október var nemendum á miðstigi boðið að sjá leiksýninguna Eldbarnið eftir Pétur Eggerz í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Sýningin er í tengslum við verkefnið Listir fyrir alla. Sýningin, sem er á vegum Möguleikhússins, var sett upp í Hjálmakletti.

Leikritið fjallar í stuttu máli um stúlkuna Sólveigu og hvernig líf hennar umbreytist við Skaftáreldana. Nemendur höfðu bæði gagn og gaman af þessari kærkomnu tilbreytingu í skólastarfinu.