Enn eru rúm 17 kíló í óskilum

Ritstjórn Fréttir

Fyrir skömmu tóku fulltrúar úr umhverfisnefnd saman óskilamuni sem safnast hafa fyrir í skólanum og flokkuðu. Einkum var um klæðnað að ræða. Þessu var komið fyrir á sviðinu í salnum og margir nemendur fundu þar strax sínar flíkur. Einnig voru foreldrar beðnir um að taka það sem tilheyrði börnunum þeirra um leið og þeir mættu í vöfflukaffið á foreldraviðtalsdaginn.
Óskilamunirnir voru vigtaðir í upphafi og þá vógu þeir um 35 kíló. En betur má ef duga skal því enn eru eftir 17.4 kíló af fínasta fatnaði.