Fræðslukvöld fyrir foreldra verður haldið í Hjálmakletti fimmtudagskvöldið 16. mars næstkomandi og hefst kl. 20.00. Hermann Jónsson fjallar um hlutverk foreldra á tækniöld. Hann ræðir um hugsanlega hættu af tölvu- og snjalltækjanotkun barna og ungmenna, góðar hliðar þessarar tækni og hlutverk foreldra og forráðamanna hvað þetta varðar. Það eru Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi og samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð sem standa að fræðslukvöldinu. Allir eru velkomnir en foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta.