Fávitar á bókasafninu.

Ritstjórn Fréttir

Bókasafninu barst bókagjöf frá samtökunum Hinsegin Vesturland. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti samtakanna, afhenti safninu bókina Fávitar og fjölbreytileikinn en samtökin stefna á að gefa öllum skólabókasöfnum á Vesturlandi eintak. Þetta er þriðja bók Sólborgar Guðbrandsdóttur þar sem hún vinnur að því að auka skilning almennings á fjölbreytileika samfélagsins.
Bókin er aðgengilega, með stuttum og hnitmiðuðum texta og lýsandi myndum eftir listamanninn Adda nabblakusk. Fyrri bækur Sólborgar eru til á bókasafninu og töluvert lesnar af unglingum. Þetta er því frábær viðbót á safnið og Hinsegin Vesturland á bestu þakkir skildar.