Alexander Orri Rafnsson, fimleikaþjálfari, heimsótti nemendur grunnskólans fyrir skömmu. Hann hefur hug á að hefja kennslu í fimleikum í Borgarnesi. Alexander sagði frá ferli sínum í fimleikum og sýndi nemendum myndband þar sem hann leikur listir sínar. Nemendur fengu miða til að fara með til foreldra í því skyni að kanna hvort áhugi sé fyrir hendi á því að stofna fimleikadeild í Borgarnesi. Alexander hefur um árabil lagt stund á fimleika og hefur víðtæka reynslu sem þjálfari í Danmörku og hér á landi.