Fiskidagurinn litli

Ritstjórn Fréttir

Einar Árni Pálsson er togarasjómaður og góðvinur skólans okkar. Í dag bauð hann nemendum og starfsfólki upp á stórkostlega fiskisýningu. Meðal þeirra fiska sem þar gaf að líta voru ýsa, þorskur, ufsi, karfi, grálúða, skata, búri, makríll, brúnháfur og gráháfur, stinglax og gulllax, snarphali og langhali, marhnútur, smokkfiskur, sæköngulær og sæbjúgu og ýmislegt fleira. Myndin sýnir gráháf og svo  rottufisk eða geirnyt sem Einar segir að sé ekki borðuð en hafi engu að síður hvítt og fínt hold. Sýningin vakti mikla athygli og undruðust margir tegundafjöldann enda fiskur bara fiskur í hugum margra.