Fiskidagurinn mikli

Ritstjórn Fréttir

Skólinn okkar fékk mjög skemmtilega og fræðandi heimsókn nýverið þegar tveir feður tóku sig til og mættu færandi hendi með alls konar fisktegundir sem þeir höfðu veitt í trollið. Þetta voru þeir Einar Árni Pálsson skipverji á frystitogaranum Brimnesi og Eðvar Ólafur Traustason flugstjóri sem skellti sér í einn túr með togaranum.
Fiskarnir voru til sýnis í kennslustofum 2. bekkjar og vöktu mikla athygli enda um fjölmargar tegundir að ræða. Mikil ánægja var meðal nemenda og starfsfólks með þetta framtak og eru hinum framtakssömu feðrum færðar kærar þakkir. Þess má að lokum geta að ein stúlka þurfti að fá smá ilmvatn hjá konunni á bókasafninu. „Það er svo mikil fiskifýla af mér“, sagði hún!