Fjarvinna gengur vel

Ritstjórn Fréttir

Tæknin kemur heldur betur að góðum notum í skólastarfinu um þessar mundir. Dagmar Harðardóttir og Bjarney Bjarnadóttir umsjónarkennarar í 6. og 7. bekk greina frá því að nemendur eru nú komnir með aðgang að Office pakkanum og eru farnir að skila inn verkefnum með rafrænum hætti. Nemendur spjalla við kennara að heiman með aðstoð Teams hugbúnaðarins og mæta líka á fjarfundi þá daga sem þeir eru ekki í skólanum. Vinnan gengur vonum framar og mælist vel fyrir hjá nemendum, kennurum og foreldrum.