Á fimmtudögum eru tvær kennslustundir á miðstigi helgaðar vali þar sem nemendur 5. – 7. bekkja velja sér viðfangsefni þvert á bekki. Þá skiptast nemendur í hópa eftir áhuga. Valið skiptist í fjórar lotur, tvær fyrir áramót og tvær eftir áramót. Nú er fyrstu lotu annarinnar að ljúka. Valgreinarnar sem kenndar voru eru; Átthagafræði – Borgarnes fyrr og nú – í umsjón Guðmundar Eyþórssonar, Láttu þér líða vel, vellíðunarstundir með núvitundarhugleiðslu, sjálfsstyrkingu og slökun undir stjórn Elínar Matthildar Kristinsdóttur, Tilraunir í eldhúsinu sem Katrín Eðvaldsdóttir sá um, Um mig í umsjón Evu Láru Vilhjálmsdóttur og Guðrúnar Steinunnar Guðbrandsdóttur og loks Útikennsla og leikir sem Franziska Jóney Pálsdóttir sá um.
Í annarri lotu verða valgreinarnar Fjölbreytt spilamennska með Franzisku, Jóga með Elínu Matthildi, Pappamassi og föndur hjá Evu og Guðrúnu, Katrín verður áfram með tilraunir í eldhúsinu og Gunnar Straumland býður upp á námskeið í gerð vatnslitamynda.