Nemendur þriðja bekkjar hafa að undanförnu lært um fjöllin í nágrenni okkar. Undir stjórn kennaranna Guðrúnar Guðbrandsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur mótuðu nemendur fjöllin með fjölbreyttum aðferðum og settu upp skemmtilega sýningu í skólanum. Hér má sjá myndir af nokkrum kunnuglegum fjöllum.