Fjölmenni á opnum degi

Ritstjórn Fréttir

Fjölmenni sótti skólann heim á opnum degi þann 11. maí sl. Nemendur og kennarar sýndu skólann og kynntu starfið sem þar fer fram. Foreldrar og aðrir velunnarar hlýddu líka á söng 1. bekkjar við undirleik Önnu Sólrúnar tónmenntakennara og gæddu sér á gómsætum veitingum í kaffihúsi 9. bekkjar. Fjölbreyttur varningur sem framleiddur var í nýsköpunarverkefni 9. bekkjar vakti mikla athygli og rann út eins og heitar lummur! Það var ákaflega ánægjulegt að geta nú loks opnað skólann aftur með þessum hætti og margir gestanna voru að koma í fyrsta sinn eftir að gagngerar breytingar voru gerðar á skólahúsnæðinu.

 

1. bekkur syngur fyrir gesti

9. bekkur seldi veitingar og safnaði í ferðasjóð

Skólastjóri og kennari skoða verkefni unglingastigs

Óskilamunum fækkaði

Eðlisfræðitilraunir

Meiri eðlisfræði

Nýsköpun í 9. bekk