Fjölmennt var á árshátíð grunnskólans sem fram fór miðvikudaginn 6. apríl sl. Talið er að rúmlega 400 manns hafi sótt sýningarnar tvær. Auk þess komu nær allir nemendur grunnskólans að sýningunum með einum eða öðrum hætti. Það var stórkostlegt að sjá hversu vel unga fólkið skilaði sínu þrátt fyrir mikil skakkaföll og óvæntar uppákomur. Helst voru það mikil veikindi meðal nemenda sem settu strik í reikninginn og þurftu því margir að bregða sér í ný og óvænt hlutverk á síðustu stundu. Allur ágóði af sýningunum rennur í ferðasjóð nemenda.