Fjölþjóðlegur fundur í Lettlandi – Water around us

Ritstjórn Fréttir

00_logo_vectorized_small_png
Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í Erasmus+ verkefninu Water around us (WAU) ásamt skólum frá Lappeenranta í Finnlandi, Rujieana í Lettlandi, Werned og Bergrheinfeld í Þýskalandi, Valongo í Portugal og Jerez de la Frontera á Spáni. Verkefnið, sem er hluti af evrópsku menntaáætluninni, hófst haustið 2014 og stendur yfir í þrjú ár. Fjölmargir nemendur og kennarar skólans hafa með beinum hætti tekið þátt í verkefninu og nú hafa um 20 nemendur farið utan á vegum þess. Helga Stefanía Magnúsdóttir leiðir verkefnið af hálfu GB. Hún fór í september sl. ásamt Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra til Lettlands á fund kennara í þátttökulöndunum. Samstarfsskólinn sem heimsóttur var er í Ruijena sem er nyrst í Lettlandi stutt frá eistnesku landamærunum. Tilgangur fundarins var að fara yfir það sem gert hefur verið og skipuleggja lokaár verkefnisins. Næsta skref er svo nemendaferð til Þýskalands í desember næstkomandi þar sem 6 nemendur úr GB hitta nemendur frá samstarfslöndunum og vinna með þeim verkefni sem með einum eða öðrum hætti tengjast vatni.