Fjör í söngstund á öskudag

Ritstjórn Fréttir

Krakkar og kennarar í fjölbreyttum búningum sungu svo undir tók í skólanum í söngstund hjá Birnu á öskudaginn en þessar furðuverur höfðu reyndar sett svip á skólann allan daginn. Síðdegis var svo öskudagsball í Óðali og loks haldið á vit sælgætisdraumanna.