Fokk Me – Fokk You – foreldrar hvattir til að mæta

Ritstjórn Fréttir

Fyrirlestur á vegum forvarnarhóps Borgarbyggðar. Kári Sigurðsson og Andrea Marel hafa undanfarin fjögur ár flutt fyrirlestra um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna undir fyrirsögninni Fokk Me – Fokk You. Þau aðlaga fræðsluna að þeim málum sem upp koma hverju sinni en segja rauða þráðinn vera samskipti á samfélagsmiðlum. Fræðslan er ætluð ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og fólki sem starfar með unglingum.

Fyrirlestur fyrir foreldra verður haldinn í Óðali fimmtudaginn 6. desember. Mælt er með að foreldrar nemenda í unglingadeild mæti á fyrirlesturinn svo samtal um efni hans geti átt sér stað milli ungmenna og foreldra þeirra. Fyrirlesturinn á fimmtudag hefst kl. 18.30 og er opinn öllum.