Förðunarmeistarar að störfum

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í fyrstu sýningu unglingadeildarinnar á Latabæ en nemendur hafa að undanförnu unnið hörðum höndum að undirbúningi. Þeir sjá um bókstaflega allt sem lýtur að sýningunni; leikmynd, ljós, hljóð, búninga, förðun o.s.frv.  Sköpunarkraftur og gleði hafa sannarlega sett mikinn svip á skólastarfið. Á myndunum má sjá förðunarmeistara gera leikendur klára fyrir stóru stundina.