Enn standa yfir kynningarfundir bekkjarkennara fyrir foreldra og forráðamenn. Nú í vikunni verða 5 fundir; á þriðjudag kl. 17.00 fyrir 5. bekk, á miðvikudag kl. 17.00 fyrir 3. og 10. bekk og kl. 17.30 fyrir 9. bekk og á fimmtudag verður kynningarfundur fyrir 2. bekk og hefst hann kl. 17.00. Fundirnir fara fram í bekkjarstofum. Samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 7. bekk verða svo dagana 22. og 23. september næstkomandi.