Foreldraviðtöl á Teams og í skóla

Ritstjórn Fréttir

Nokkrar breytingar verða á skólastarfi í kjölfar nýrrar reglugerðar sem tekur gildi í dag, 24. febrúar og gildir til 30. apríl. Þar á meðal má nefna að foreldrum er heimilt að koma inn í grunnskólana, þó háð fjölda sem er 50 manns í sama rými. Þetta þýðir að hægt verður að taka á móti foreldrum í viðtöl. Því geta foreldrar nú valið hvort þeir koma í skólann í foreldraviðtal þann 3. mars eða taka viðtalið á Teams. Foreldrar hafa nú þegar fengið póst varðandi þessa breytingu og eru beðnir um að taka fram hvorn kostinn þeir velja þegar þeir panta viðtalið í Mentor.  Kjósi foreldrar að mæta í skólann þurfa þeir að fylgja  reglum um sóttvarnir og nálægðartakmarkanir.