Foreldraviðtöl og vöfflur

Ritstjórn Fréttir

Þann 14. febrúar voru foreldraviðtöl í skólanum og því engin kennsla. Að vanda var nemendum og foreldrum eða forráðamönnum boðið upp á vöfflur með rjóma og rjúkandi kakó í skólaeldhúsinu. Á myndinni má sjá þær Fjólu Veroniku, Katrínu og Kolbrúnu sem ekki létu sitt eftir liggja við baksturinn.