Foreldraviðtöl – skráning hefst 23. febrúar

Ritstjórn Fréttir

Foreldraviðtöl verða miðvikudaginn 3. mars næstkomandi. Foreldrar og forráðamenn geta byrjað að skrá sig í viðtölin á Mentor  þriðjudaginn 23. febrúar. Seinasti dagur til að skrá sig í viðtal er sunnudagurinn 28. febrúar. Foreldrar geta valið hvort þeir koma í skólann eða notast við samskiptabúnað í viðtalinu. Í viðtölum að þessu sinni verður, auk námsframvindu, sérstök áhersla lögð á hvernig tekist hafi að ná þeim markmiðum sem sett voru í október.