Foreldraviðtöl, vöfflur og Búbbla

Ritstjórn Fréttir

Foreldraviðtöl verða í skólanum á morgun, þriðjudag 17. október. Nemendur mæta þá ásamt foreldrum eða forráðamönnum í viðtal við umsjónarkennara. Um leið gefst færi á að skoða skólann og viðfangsefni nemenda og að venju verður boðið upp á vöfflur, kaffi og kakó í skólaeldhúsinu. Gestum er sérstaklega boðið að koma og skoða „Búbbluna“ svokölluðu og kynna sér kennsluna og starfið þar. Elín Matthildur Kristinsdóttir segir frá slökunarstundum, jóga og öðru athyglisverðu sem fengist er við í Búbblunni.