Haldið verður upp á föstudaginn dimma þann 12. janúar næstkomandi. Meðal markmiða föstudagsins dimma er að hvetja fólk til umhugsunar um rafmagnsnotkun og rafræn samskipti. Fimmtudaginn 11. boða skipuleggjendur dagsins til fyrirlestrar í Óðali fyrir nemendur 7. – 10. bekkjar. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson fjallar þar um tölvufíkn og afleiðingar hennar. Fyrirlesturinn hefst kl. 9:30 og eru foreldrar og forráðamenn boðnir velkomnir.