Föstudagurinn dimmi

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 4. bekkjar mættu með vasaljós í skólann í tilefni af föstudeginum dimma þann 14. janúar. Kennarar höfðu komið fyrir spjöldum með myndum og hugtökum hér og þar í kennslurýminu. Verkefni nemenda fólst í að finna myndirnar í myrkrinu og skrifa síðan um þær nokkur orð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum höfðu nemendur gaman af þessari tilbreytingu sem minnti þá á ágæti raflýsingarinnar sem við tökum sem gefna.