Fræðsla fyrir aðstandendur með ADHD

Ritstjórn Fréttir

Fræðsla fyrir aðstandendur um ADHD
Hvað er ADHD og hvernig birtist það. Sífellt fleiri fá ADHD greiningu og skilningur er sterkasta vopnið okkar til að bæta líðan og sjálfsmynd þeirra.
Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari, kennslu- og hegðunarráðgjafi ræðir um hvernig við getum stutt við og kennt okkur, börnunum, eða nánum fjölskyldumeðlimum að finna sýna styrkleika og byggja upp sterka sjálfsmynd.

Samskipti heimilis og skóla, heimanám og skipulag eftir að heim er komið eru þættir sem tæpt er á. Þessi fræðsla er fyrir alla og mikilvægt að muna að oft eru vinir barna okkar með ADHD og við því partur af umhverfi þeirra.
Fræðslan fer fram mánudaginn 24. október, klukkan 17:30 í Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri. Fræðslunni verður einnig streymt á Teams
Smelltu hér til að tengjast fundinum

Mætum og bjóðum vinum með og byggjum upp öflugt ADHD samfélag á Íslandi.