Fræðsla um eldvarnir í 3. bekk

Ritstjórn Fréttir

Slökkvilið Borgarbyggðar kom í heimsókn í skólann í dag. Tilefni heimsóknarinnar var formleg opnun árlegs eldvarnaátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, grunnskólanna á Íslandi og styrktaraðila átaksins fyrir nemendur 3. bekkja skólanna. Slökkviliðsmenn hittu nemendur í þriðja bekk og fræddu þá um ýmis málefni sem tengjast eldvörnum og kynntu  þeim 112 númerið og hlutverk þess.  Slökkvibílarnir vöktu mikla athygli og aðdáun meðal barnanna. Í lok heimsóknarinnar fengu börnin að prófa slökkvitæki og reyna sig við að slökkva eld.