Fræðsla um skaðsemi tóbaksnotkunar

Ritstjórn Fréttir

Í næstu viku verður boðið upp á fræðslu fyrir nemendur mið- og unglingastigs um skaðsemi tóbaksnotkunar. Fjallað verður um reykingar, rafsígarettur, munntóbak og fl. Verkefnið er samstarfsverkefni grunnskólanna í Borgarbyggð og þáttur í forvarnafræðslu.
Fimmtudaginn 23. nóvember verður fræðslan í Grunnskóla Borgarfjarðar og föstudaginn 24. nóvember í Grunnskólanum í Borgarnesi. Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu annast fræðsluna.
Jóhanna Sigríður mun jafnframt halda fræðsluerindi fyrir foreldra þessa aldurshóps í Borgarbyggð í Grunnskólanum í Borgarnesi fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:15.