Fyrsti fundur umhverfisnefndar grunnskólans var haldinn 31. janúar. Þar var valið nýtt þemaverkefni fyrir skólann sem unnið verður að fram til vorsins 2019. Skólinn stefnir að því að flagga þá Grænfánanum í 7. skipti. Þemað sem varð fyrir valinu er „Neysla og úrgangur“. Nánari upplýsingar um Grænfánaverkefnið og umhverfisstefnu skólans er að finna á heimasíðunni.
Hefð er fyrir því að bekkir þrífi í kringum skólann yfir veturinn. Í febrúar sjá 4. og 9. bekkur um þrif á skólalóð, í mars 3. og 8. bekkur, í apríl 2. og 7. bekkur og í maí 1. og 6. bekkur.