Fyrstu bekkingar lesa og syngja á aðventu

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í fyrsta bekk buðu foreldrum og forráðamönnum í heimsókn í skólann í dag. Nemendur fluttu í sameiningu hið sívinsæla kvæði Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum og sungu tvö lög. Að því búnu hjálpuðust allir að við að búa til jólakort og fengu mjólk, kaffi og piparkökur. Það getur verið erfitt að koma fram fyrir stóran hóp fólks þegar maður er bara sex ára en skemmst er frá því að segja að allir stóðu sig með mikilli prýði.