Gætum okkar í umferðinni

Ritstjórn Fréttir

Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð á skólasvæðinu. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki inn Gunnlaugsgötu til að hleypa börnum úr bílum. Einungis á að hleypa börnum úr bílum á sleppistæðinu til móts við Svarfhól. Einnig er gott að setja börn út við Tónlistarskólann og þá geta þau gengið upp stigann og beint inn á skólalóðina. Til að tryggja sem mest öryggi eru foreldrar hvattir til að stilla umferð um skólasvæðið í hóf og hvetja börn sín til þess að ganga eða hjóla í skólann þegar þess er kostur. Á vefnum umferd.is er að finna fræðsluefni og verkefni er varða umferðaröryggi fyrir nemendur, kennara og fjölskyldur.