Gestir og gaman

Ritstjórn Fréttir

Erlendu gestirnir sem nú taka þátt í Erasmus verkefni ásamt 6. og 7. bekk fengu að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum í blíðunni í dag. Krökkunum var skipt í 6 hópa sem unnu saman að margvíslegum verkefnum og markmiðum. Fjallað var um víkinga og farið í víkingaleiki utandyra. Í skólaeldhúsinu bökuðu hóparnir pönnukökur, lærðu að tálga hjá Guðrúnu í smíðastofunni og að þæfa hjá Evu Láru í textílmennt. Loks fræddust nemendur um menningararfinn undir leiðsögn Þórunnar í gamla mjólkursamlaginu. Á morgun er fyrirhuguð náms- og skemmtiferð um Borgarfjörðinn.

Víkingarnir eru komnir
Salvo frá Sikiley lærir að baka pönnsur
Tálgað í tré