Gjöf frá foreldrafélaginu

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélagið færði skólanum nýlega 200 þúsund krónur að gjöf. Fénu skal varið til námsefniskaupa. Vegna samkomutakmarkana hefur starfsemi félagsins verið með minna móti á skólaárinu og því var ákveðið að verja fénu með þessum hætti.