Gjöf frá Kvenfélagi Borgarness

Ritstjórn Fréttir

Kvenfélag Borgarness færði skólanum KAPLA kubba að gjöf fyrir skömmu. Kubbarnir eru þroskandi viðfangsefni fyrir alla aldurshópa og byggingarmöguleikarnir óþrjótandi. Á myndinni má sjá Sæbjörgu Kristmannsdóttur kennara og kvenfélagskonu afhenda þeim Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra og Ragnhildi Kristínu Einarsdóttur aðstoðarskólastjóra gjöfina.