Gleðibréf frá stjórn foreldrafélagsins

Ritstjórn Fréttir

Það er sannkallað gleðiefni að loksins skuli vera komið að því að byggja við grunnskólann langþráðan sal svo hægt sé að bjóða upp á mötuneyti á staðnum, söngstundir, ýmsa viðburði á vegum bekkjanna og svo margt fleira. Innri breytingar í skólanum sjálfum gefa einnig tilefni til að hægt sé að vinna betur eftir skólastefnu Borgarbyggðar sem kynnt var sl. haust. Má þar nefna betri aðstöðu fyrir list- og verkgreinar, tónmenntakennslu og tómstundaskóla. Áhugaverðar lausnir hafa verið kynntar vegna breytinga og endurskipulags á elsta hluta skólans og tilhlökkunarefni að fá að upplifa þessi framfaraskref með starfsfólki og nemendum skólans.
Til hamingju öll sömul!