Góðar gjafir

Ritstjórn Fréttir

Undanfarið hafa skólabókasafninu borist afar góðar gjafir.

Ýmsir hafa haft safnið í huga þegar þeir rekast á spennandi bækur. Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, Theresa Vilstrup Olesen, Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Helga Harðardóttir fá kærar þakkir fyrir að hafa komið færandi hendi.

Þá bárust safninu tvö sett af nýrri heildarútgáfu Íslendingasagna sem gefin var út í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. Útgáfan er gjöf til íslensku þjóðarinnar frá fyrirtækjum og stofnunum. Verndari útgáfunnar er Frú Vigdís Finnbogadóttir.

Hluta nýju bókanna má sjá á meðfylgjandi myndum.