Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi náðu góðum árangri í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi. Keppnin hefur verið haldin um árabil og er tilgangur hennar að efla samstarf grunnskólanna og auka áhuga á stærðfræði. Fyrstu þrjú sætin í 8. bekk skipuðu að þessu sinni þau Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir og Arnar Eiríksson en alls átti skólinn sjö fulltrúa í 1. til 10. sæti. Marinó Þór Pálmason fór með sigur af hólmi í 10. bekk og Guðbrandur Jón Jónsson átti sæti meðal tíu efstu í þeim árgangi. Viðurkenningar voru veittar fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum árgangi.
Aðrir fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi sem höfnuðu í tíu efstu sætunum í 8. bekk voru bræðurnir Andri Steinn og Aron Ingi Björnssynir, Alexander Jón Finnsson og Elisabeth Ösp Einarsdóttir.
Stærðfræðikennslu á unglingastigi annast Birna Hlín Guðjónsdóttir og henni til aðstoðar eru Inga Margrét Skúladóttir og Fjóla Veronika Guðjónsdóttir.