Gott skipulag

Ritstjórn Fréttir

Skólastarfið gekk að óskum í dag. Unnið var eftir fyrirkomulagi sem kennarar og starfsfólk setti upp í gær og virkaði það ágætlega. Öllum árgöngum var skipt í tvo hópa og mætti helmingur nemenda í skólann í dag og svo koma hinir á morgun. Snæbjörn, sem ræður ríkjum í mötuneytinu, hrósar nemendum sérstaklega fyrir umburðarlyndið. Nú gengur nefnilega hægar að gefa á garðann en þeir eru vanir!