Grunnskólinn leysir landfestar og heldur úr höfn.

Ritstjórn Fréttir

Síðasta mánuð er búið að vera vinna í framkvæmd á skólalóðinni sem margir hafa beðið spenntir eftir að ljúki. Það var svo loksins í dag sem hægt var að leysa landfestar og halda af stað úr höfn.

Þrátt fyrir biðina og mikla spennu gagnvart komu skipsins þá hafa nokkrir nemendur leitað þeirra leiða að stunda hugleiðslu í frímínútunum. Þegar bjallan hringir eru það því frískir og endurnærðir krakkar á líkama og sál sem mæta til að takast á við það sem námsefnið hefur upp á að bjóða.