Gunnar kom, sá og sigraði

Ritstjórn Fréttir

Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, las úr nýútkominni bók sinni Pabbi prófessor fyrir nemendur 3. – 8. bekkja í dag. Ekki dugði minna en Hjálmaklettur til þess að rúma allan skarann. Pabbi prófessor er framhald bókarinnar Mamma klikk sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka í byrjun árs. Gunnar náði afar vel til barnanna sem hlustuðu af athygli og spurðu skemmtilegra spurninga. Í lokin upplýsti Gunnar að hann væri farinn að vinna að þriðju bókinni um þessa skemmtilegu fjölskyldu og myndi hún koma út á næsta ári undir heitinu Amma klikk.

gh